18.03.2020

COVID-19

 
Get ég farið til tannlæknis þrátt fyrir samkomubann?
 
Heilbrigðum einstaklingum er óhætt að fara til tannlæknis og samkomubann nær ekki yfir heimsókn til tannlæknastofa. En ef einstaklingur finnur fyrir flensueinkennum eða tilheyrir áhættuhópi þá ætti sá sami að hafa samband við tannlækninn sínn áður en hann mætir í tímann. Sjá nánar á spurt og svarað covid.is
 
 
Tannlæknastofur fara eftir ströngum sóttvarnarreglum og hefur sótthreinsun og aðgerðum til að draga úr smiti verið auknar verulega vegna kórónuveirunnar.   Í samráði við Sóttvarnarlækni hefur Tannlæknafélag Íslands gefið út leiðbeiningar til að draga úr smithættu á tannlæknastofum.