Eldra fólk

Tannheilsa aldraðra


Sérstök áhöld og aðferðir
Ef þú þjáist af sjúkdómum sem gera þeir ókleift að hreinsa tennur þínar vel, er hægt að aðstoða þig með því að útbúa sérhönnuð áhöld til að hreinsa tennurnar eða finna áhöld og aðferðir sem henta þér.

Langlegusjúklingar
Langlegusjúklingum er nauðsynlegt að fá aðstoð við að hreinsa tennurnar og munnholið. Tannlæknar og annað sérmenntað starfsfólk getur ráðlagt þeim sem annast langlegusjúklinga heima fyrir eða á stofnunum, hvernig best er að hreinsa tennur og munnhol sjúklingsins. Nauðsynlegt er að hreinsa munnholið jafnvel þó sjúklingur sé tannlaus.

Tannmissir
Það er ómetanlegt að hafa eigin tennur en ýmsir möguleikar eru fyrir hendi ef eina eða fleiri tönn vantar. Hægt er að brúa bilið með föstum brúm eða lausum tannpörtum. Ef allar tennur vantar er hægt að smíða gervitennur og í sumum tilvikum er hægt að græða tannplanta í kjálkabein og bæta þannig festu og stöðugleika gervitanna eða smíða krónur og brýr á plantana.