Fræðsluefni

Reykingar og tannheilsa

Tannlæknafélag Íslands hefur á stefnuskrá sinni að stuðla að betri tannheilsu og hvetur fólk til þess að reykja ekki eða nota aðrar tegundir tóbaks. Munnholið hefur verið nefnt spegill líkamans og þar koma fyrstu afleiðingar reykinga og tóbaksnotkunar oft í ljós. Gular tennur, andremma og tannholdsbólga eru meðal algengra afleiðinga sem reykingar hafa í för með sér.
Hlustar þú á staðreyndir?

Skaðsemi tóbaks
Í tóbaksreyk eru mörg þúsund efni og efnasambönd, þ.á.m. fjöldi eiturefna og annarra hættulegra efna. Ávanaefnið nikótín er eitt þeirra. Tóbak og tóbaksreykur er ertandi fyrir slímhúð munnholsins, bælir ónæmiskerfið, truflar blóðrásina og gerir þannig frumum líkamans erfitt fyrir að endurnýja sig. Vísindalegar sannanir liggja fyrir um skaðsemi tóbaks í hvaða formi sem er, þar með talið neftóbak og munntóbak. Mestallt nikótínið í munntóbaki berst hratt um slímhúð inn í blóðrás. Þetta gerir slíkt tóbak ákaflega vanabindandi. Skaðleg efni sem munntóbak inniheldur erta slímhúð munnsins beint og valda bólgu. Í munntóbak er auk þess blandað ákveðnum tegundum sykrunga sem geta valdið tannskemmdum.

Áhrif reykinga í munnholi

Litaðar tennur
Tjara og önnur litarefni setjast á tennur reykingafólks og gera þær gular. En er hægt að endurheimta hvítan lit tannanna? Lausnin felst ekki í neinu sérstöku tannkremi fyrir reykingafólk heldur einungis í því að hætta að reykja.

Tannholdsbólgur
Hjá reykingafólki er hættan á að fá tannholdsbólgur um það bil þrisvar sinnum meiri en hjá því fólki sem reykir ekki. Tannholdsbólgur geta valdið því að tennur losna og tapast.

Andremma/óbragð
Andremmu og/eða óbragð í munni er oft hægt að rekja beint til reykinga. Hvort tveggja stafar m.a. af rokgjörnum efnasamböndum í tóbaki. Munnskol og/eða neysla hvers kyns hálstaflna eru haldlitlar lausnir til að koma í veg fyrir þetta vandamál.

Bragðskyn skerðist
Bragðskyn skerðist vegna skemmda sem reykingar valda á bragðlaukum. Þeir sem reykja þurfa því gjarnan að krydda mat sinn meira en aðrir.

Sár í munni
Til dæmis eftir tanndrátt gróa hægar hjá tóbaksneytendum.

Krabbamein
Reykingar geta valdið frumubreytingum í slímhúð munnsins og þar með leitt til krabbameins í munnholi. Notkun munntóbaks eykur hættuna enn frekar. Árlega greinast hér á landi allmargir einstaklingar með krabbamein í munni sem rekja má beint til reykinga eða notkunar munntóbaks.

Frumubreytingar í munni
Krabbamein í munni er fimm sinnum algengara hjá þeim sem neyta tóbaks. Tóbak í hvers konar formi getur valdið frumubreytingum í slímhúð munnsins sem oft geta verið forstig krabbameins.

Frumubreytingar í munni geta verið í mismunandi formi
- Hvítir blettir í munnholi.
- Sár á vör, tannholdi eða tungu sem grær ekki.
- Bólga eða fyrirferðaraukning í munni eða hálsi.
- Blæðing úr tannholdi án augljósra skýringa.

Verðir þú var/vör við eitthvert ofangreindra atriða skaltu þegar í stað hafa samband við tannlækni þinn.

Hafðu í huga að tannlæknar eru sérfræðingar munnholsins!
 
Munntóbak
Skaðsemi tóbaks
Í tóbaksreyk eru mörg þúsund efni og efnasambönd, þ.á.m. fjöldi eiturefna og annarra hættulegra efna. Ávanaefnið nikótín er eitt þeirra. Tóbak og tóbaksreykur er ertandi fyrir slímhúð munnholsins, bælir ónæmiskerfið, truflar blóðrásina og gerir þannig frumum líkamans erfitt fyrir að endurnýja sig. Vísindalegar sannanir liggja fyrir um skaðsemi tóbaks í hvaða formi sem er, þar með talið neftóbak og munntóbak. Mestallt nikótínið í munntóbaki berst hratt um slímhúð inn í blóðrás. Þetta gerir slíkt tóbak ákaflega vanabindandi. Skaðleg efni sem munntóbak inniheldur erta slímhúð munnsins beint og valda bólgu. Í munntóbak er auk þess blandað ákveðnum tegundum sykrunga sem geta valdið tannskemmdum.
ATHS – bæta hér við helling af upplýsingum