Tannréttingar
Gísli Vilhjálmsson
Gísli fékk tannlæknaleyfi 27. ágúst 1980. Sérfræðiréttindi í tannréttingum 16. júní 1988. Gísli stundar virka endurmenntun og sækir reglulega tannréttingaþing erlendis. Hann hefur ætíð tekið þátt í og uppfyllt endurmenntunarkröfu Tannlæknafélags Íslands "VEIT". Jafnframt hefur hann haldið nokkur erindi á ársþingum Tannlæknafélagsins um efni tengd tannréttingum.
Við leitumst við að veita vandaða og persónulega þjónustu og reynum að hafa heimsóknirnar eins þægilegar og hægt er. Við leggjum mikið upp úr fræðslu og upplýsingum, bæði til sjúklinga og forráðamanna svo að allir geti fylgst með framvindu meðferðarinnar. Vandaðar tannréttingar eru tímafrekar, krefjast nákvæmni í vinnubrögðum og kosta mikið. Við leggjum okkur öll fram við tannréttinguna og leitumst við að ná sem allra bestum árangri. Okkar markmið er að árangur meðferðarinnar sér varanlegur og verði til ánægju alla ævi.
Heimasíða