23.11.2012

Tannlæknar fúsir til samstarfs nú sem endanær

Barnaheill stóð fyrir mjög góðu málþingi um tannheilsu barna á Íslandi undir yfirskriftinni Tannheilsa barna, mannréttindi eða forréttindi. Tannlæknafélag Íslands vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem stóðu fyrir málþinginu sem og þeim sem sóttu þingið. Tannheilsu íslenskra barna hefur farið hrakandi síðastliðin ár og tekur stjórn Tannlæknafélagsins undir orð velferðarráðherra um að ástandið sé óþolandi. Tannlæknafélag Íslands lýsir fullum og einlægum samstarfsvilja við stjórnvöld á raunhæfum lausnum til bættrar tannheilsu íslenskra barna og unglinga, nú sem endranær.