Tannverndarvika 2021

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 3.-7. febrúar 2021 með skilaboðum til landsmanna um að huga betur að tannheilsunni og leggja enn meiri áherslu á góða tannhirðu.

Fyrirtæki sem flytja inn og selja tannhirðuvörur eru hvött til að nýta sér tannverndarvikuna til að kynna vörur sínar.  Einnig eru stjórnendur verslana hvattir til að bjóða afsláttarkjör af tannhirðuvörum og hollri matvöru og afnema jafnframt afsláttarkjör af sælgæti og orkudrykkjum. 

Nánari upplýsingar um Tannverndarviku á heimasíðu Landlæknis