06.09.2013

Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

Samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna tók gildi 15. maí 2013.

 
Samkvæmt samningnum eru tannlækningar barna greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald.  
 
Forsenda greiðsluþátttöku SÍ er skráning heimilistannlæknis í Réttindagátt - mínar síður.eða hjá tannlækni.
Samningurinn tekur til tannlækna sem sinna almennum tannlækningum barna. Hann öðlaðist gildi 15. maí 2013 sl. og gildir til 30. apríl 2019.
 
Markmið samnings
Markmið samningsins er að börn yngri en 18 ára fái nauðsynlega tannlæknaþjónustu óháð efnahag foreldra. Þá standa vonir til að samningurinn leiði til þess að tannheilsa barna á Íslandi verði eins og best gerist á Norðurlöndum.
 
Greiðslur
Samkvæmt reglugerð (Opnast í nýjum vafraglugga) sem velferðaráðherra undirritaði 13. maí sl. verða tannlækningar barna greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 kr. komugjald sem greiðist í upphafi hvers 12 mánaða tímabils.
 
Innleiðing kerfis
Í upphafi tekur samningurinn til 15, 16 og 17 ára barna. Þann 1. september nk. munu 3ja, 12, 13 og 14 ára börn bætast við. Í áföngum munu öll börn falla undir samninginn, sjá áfangaskiptingu hér fyrir neðan. Þau börn sem samningurinn tekur ekki strax til eiga áfram rétt á greiðsluþátttöku vegna tannlæknakostnaðar í samræmi við endurgreiðslugjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Tannlækningar barna sem ekki hafa náð aldursmörkum samningsins á hverjum tíma, eru með bráðavanda og búa við erfiðar félagslegar aðstæður eru greiddar að fullu af SÍ.