12.10.2025

Yfirlýsing heilbrigðisfélaga

Í áformum sem nú liggja fyrir í samráðsgátt stjórnvalda um breytingar á lögum um sjúkratryggingar er m.a. gert ráð fyrir því að sjúkratryggingar fái heimild til að stýra einhliða verði heilbrigðisþjónustu í samningsleysi og lagt er bann við viðbótargjaldi af hálfu þjónustuveitenda. Einnig er gert ráð fyrir aukinni upplýsingagjöf þjónustuveitenda til sjúkratrygginga og kvaðir um rekstrarform. Við teljum þessar kvaðir geti leitt til aukis kostnaðar fyrir tannlækna og hið opinbera.


Þetta eru lagabreytingar sem breyta vissum forsendum samninga. Það kemur að óvörum að þessi frumvarpsdrög séu lögð fram stuttu eftir að Sjúkratryggingar undirrituðu samninga við ýmsar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstéttir, þar á meðal tannlækna. Það þarf að ríkja traust á milli samningsaðila og er vegið að því með þessum frumvarpsdrögum.

 

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk hafnar ólíðandi inngripum ríkisvaldsins í samningsfrelsi heilbrigðisstétta og hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.