Tenglar
Persónuverndarlög
Hér er að finna gátlista og vinnuskjöl sem þú getur stuðst við og aðlagað að rekstri þinnar tannlæknastofu. Við mælum með að skoða kynninguna frá 2018 og gátlistann fyrst áður en farið er í vinnuna sjálfa. Einnig er ráðlagt að vinna skjölin í þeirri röð sem þau koma fyrir.
1. GÁTLISTI (Óbreytt skjal). Listinn skiptist í tvo hluta. Í almennahlutanum er talinn upp tilgangur með nýju persónuverndarlögunum, hvað er óbreytt og helstu áhersluatriði. Seinnihlutinn er gátlisti sem þú getur unnið getur unnið eftir skref fyrir skref og hakað atriðin þegar þeim er uppfyllt.
2. VINNSLUSKRÁ (Uppfært skjal). Öll fyrirtæki þurfa að gefa skýra mynd af þeim gögnum sem þau afla, hver hefur aðgang að þeim og hve lengi þau eru geymd. Við erum búin að útbúa vinnsluskrá fyrir dæmigerða tannlæknastofu og nú er þitt verkefni að yfirfara þinn rekstur og bæta inn og eyða út úr reitunum og aðlaga skránna að þinni starfsemi.
3. PERSÓNUVERNDARSTEFNA (Uppfært skjal). Hér getur þú aðlagað og sniðið persónuverndarstefnu að þinni starfsemi. Stefnuna þarft þú að hafa sýnilega og aðgengilega fyrir almenning. Ef þú ert með heimasíðu þá getur þú vísað í hana þar. Í skjalinu er að finna texta sem þú getur sett á heimasíðuna með link á stefnuna. Ef heimasíða er ekki fyrir hendi þá er hægt að hafa hana sýnilega á biðstofunni. Eins og áður þá er þitt verkefni að breyta, fylla inn eða eyða texta í hornklofa og aðlaga textann að rekstri tannlæknastofu þinnar. ATH. textinn með gráa letrinu til minnis fyrir þig og á ekki heima í stefnunni sjálfri, það sama á við glósurnar neðst á síðunni. Einnig er að finna kaflan "Flutningur til annara landa". Þetta á eingöngu við ef þú ert að senda persónuupplýsingar erlendis að staðaldri.
4. VINNSLUSAMNINGUR (Óbreytt skjal) Öll fyrirtæki í rekstri þurfa að gera vinnslusamninga við þriðja aðila t.d. þjónustuaðila tölvukerfis. Þú getur notað þetta form sem grunn að samningi við þína þjónustuaðila og fyllt inn eða eytt út úr hornklofanum þar sem á við - byggt á gátlistanum og vinnsluskránni. Margir þjónustuaðilar eru með sinn eigin samning og þá er sjálfsagt að nota hann.
Með því að ljúka vinnu sem ofangreind skjöl gera kröfu um þá ættir þú að vera kominn á góðan stað varðandi persónuvernd og með ferð persónuupplýsinga. Helsta breytingin frá 2018 kom til með reglum nr. 50/2023 um rafræna vöktun sem persónuvernd setti. Því höfum við bætt við nýju skjali um vinnslu persónuupplýsinga starfsfólks.
5. PERSÓNUUPPLÝSINGAR STARFSFÓLKS (Nýtt skjal) Nýtt skjal hefur bæst við en það er vinnsla á persónuupplýsingum starfsfólks. Eins og hin skjölin þá getur þú notað þetta form sem grunn að samningi við starfsmenn þína og fyllt inn eða eytt út úr hornklofum þar sem á við.